Erlent

15.000 manns veðurtepptir í Austurríki

Ferðalangar í Austurríki eru nú veðurtepptir í skíðabrekkum landsins.
Ferðalangar í Austurríki eru nú veðurtepptir í skíðabrekkum landsins. Mynd/AFP
Það eru fleiri en Íslendingar sem glíma við óvenjulegt fannfergi um þessar mundir, því íbúar Austurríkis eiga nú við mikil snjóþyngsl að stríða. Um 15.000 ferðamenn voru í gær veðurtepptir í skíðabrekkum landsins.

Yfir 1 metra snjólag lá yfir landinu á fimmtudag. Snjórinn hefur valdið ringulreið á stórum hluta landsins og yfirvöld segja hættuna á snjóflóðum gífurlega.

Lestarkerfi landsins er að einhverju leyti í lamasessi og um 2000 heimili eru rafmagnslaus samkvæmt fréttum BBC.

Vegna snjóflóðahættu hefur austurríski herinn sett nokkrar herþyrlur í viðbragðsstöðu.

Ekkert lát virðist á þessu veðurfari því allar veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×