Erlent

Tíðni flugslysa í lágmarki

Það hefur sjaldan verið jafn öruggt að fljúga. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Það hefur sjaldan verið jafn öruggt að fljúga. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Fjöldi flugfarþega á síðasta ári var 2,8 milljarðar og farnar voru þrjátíu og átta milljónir flugferða.

Af þeim enduðu tuttugu og fimm með óhappi og fórust 497 farþegar. Þetta kemur fram á vefnum Túristans.

Flugslys hafa ekki áður verið eins fátíð samkvæmt skýrslu frá Ascend sem er einskonar greiningardeild fluggeirans. Haft er eftir talsmanni Ascend að flugsamgöngur séu nú tvisvar sinnum öruggari en þær voru fyrir fimmtán árum síðan.

Flugöryggið er mest í Ástralíu, Bandaríkjunum og í vesturhluta Evrópu. Það voru aðallega lítil og óþekkt flugfélög sem urðu fyrir óhöppum í fyrra samkvæmt Ascend.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×