Erlent

Vísað frá BNA vegna umræðna um tölvuárás

Fáni Venesúela
Fáni Venesúela
Sendiherra frá Venesúela hefur verið rekin burt úr Bandaríkjunum (BNA) eftir að upp komst um viðræður hennar við embættistmenn frá Kúbu og Íran um mögulega tölvuárás á Bandaríkin.

Sendiherrann Livia Acosta Nogera er sögð hafa rætt um möguleika á tölvuárásinni í Mexikó árið 2008. Bandarísk stjórnmál komust á snoðir um málið eftir að heimildarmynd á spænskumælandi sjónvarpsstöðinni Univision sýndi upptökur af viðræðunum. Viðstaddir voru embættismenn frá Kúbu og Íran auk fjölda öfgasinnaðara nemenda.

Eftir að málið komst upp var Nogera lýst „persóna non grata" eða „óæskilegur einstaklingur" og henni vísað burt frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×