Erlent

Vinnie Jones kennir fyrstu hjálp

Harðjaxlinn og fyrrverandi fótboltamaðurinn Vinnie Jones bregður sér í kunnuglegt hlutverk í nýlegri auglýsingu Hjartaverndarsamtaka Bretlands.

Í auglýsingunni upplýsir Jones áhorfendur um nýjar viðmiðunarreglur við fyrstu hjálp. Jones bregður sér í hlutverk Big Chris en hann lék persónuna í kvikmyndinni Lock, Stock & Two Smoking Barrels árið 1998.

Í auglýsingunni kemur fram að það sé ekki nauðsynlegt að blása í manneskju sem fengið hefur hjartaáfall - mun brýnna sé að beita hjartahnoði.

Jones bendir áhorfendum á að lífs-kossinn sé aðeins ætlaður eiginkonunni. Hann hnoðar síðan brjóst mannsins í takt við Bee Gees slagarann Stayin' Alive en taktur lagsins samsvarar þeim hraða sem á að vera á hjartahnoðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×