Erlent

Bretar fjarlægja sílíkonpúðana endurgjaldslaust

PIP sílíkonpúði.
PIP sílíkonpúði. Mynd/AFP
Bretar hafa ákveðið að bjóða konum sem hafa fengið PIP sílíkonpúða grædda í sig þar í landi endurgjaldslausa aðgerð þar sem þeir eru fjarlægðir. Heilbrigðissvið landsins (NHS) mun greiða fyrir aðgerðirnar.

Konum sem gengust undir aðgerðir á opinberum skurðstofum verður boðið upp á einstaklingsmiðað viðtal við sérfræðing þar sem farið verður yfir stöðuna hjá hverjum og einum. Í framhaldinu verður ákveðið hvort rétt sé að fjarlægja púðana í hverju tilfelli. Verði það niðurstaðan mun hið opinbera greiða aðgerðirnar.

Sir Bruce Keogh, yfirmaður heilbrigðissviðsins, segir æskilegt að konur sem fengu PIP púða grædda í sig á einkastofum eigi kost á sömu úrræðum. Hann hvetur þá lækna til að bjóða sömu kosti. Ef það reynist af einhverjum ástæðum ómögulegt, umræddir læknar t.d. hættir störfum eða orðnir gjaldþrota mun heilbrigðissvið landsins hlaupa undir bagga og bjóða konunum sömu úrræði og öðrum.

Hér má sjá video af Bruce Keogh kynna þessar aðgerðir.

Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að til greina komi að Íslenska ríkið tryggi lækniskoðun allra þeirra kvenna sem eru með sílikonpúða frá PIP og aðgerðir fyrir þær sem þurfa að láta fjarlægja púða sem leka. Ljóst er að kostnaður af slíku er nokkur.


Tengdar fréttir

Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir

Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði.

Ónýtu sílíkonpúðarnir mesta áfall ferilsins

Lýtalæknirinn, sem flutti inn PIP sílikon púðana hingað til lands, segir málið mesta áfall sem hann hafi lent í á ævinni fyrir utan veikindi konu sinnar. Hvarflað hafi að honum að hætta störfum. Myndir sem fylgja þessari frétt eru ekki fyrir viðkvæma. Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Jens Kjartansson, lýtalæknir, framkvæmdi aðgerðir á nær öllum þessum fjögur hundruð konunum á árunum 2000 til 2010 á skurðstofu í Domus medica. Hann flutti einnig sjálfur sílikonpúðana inn til landsins og í örfáum tilvikum lánaði hann PIP sílikonpúða til félaga sinna á skurðstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×