Erlent

Teygjustökkvari lifði af 111 metra fall

Það verður að teljast kraftaverki líkast að 22 ára áströlsk kona lifði af teygjustökk sem fór í gamlársdag.

Konan var á bakpokaferðalagi um Zimbabwe með vinum sínum, þegar hún ákvað að skella sér í teygjustökk. Það fór ekki betur en svo að teygjan gaf sig í stökkinu og konan féll 111 metra og lenti ofan í á. Konan lifði fallið af og hélt meðvitund. Hún reyndi að synda niður með ánni og að bakkanum það gekki illa því teygjan sem var fest við fætur hennar var föst í grjóti.

Þá ekki ekki hafi brotnað eitt einasta bein í líkama konunnar hlaut hún ljóta yfirborðsáverka. Hún segir alveg ljóst að hún sé heppin að hafa lifað þetta fall af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×