Erlent

Munu reyna að fjarlægja 90 kílóa æxli

Nguyen Dyu Hai ásamt móður sinni.
Nguyen Dyu Hai ásamt móður sinni. mynd/AFP
Bandarískir skurðlæknar munu á næstu dögum reyna að fjarlægja 90 kílóa æxli af fæti karlmanns frá Víetnam. Helmingslíkur eru á að aðgerðin muni heppnast.

Þetta er í annað sinn sem reynt verður að fjarlægja æxlið af fæti Nguyen Dyu Hai. Fyrir fjórtán árum var fótur Hais fjarlægur við hné í þeirri von um að æxlið myndi hætta að stækka, en svo varð ekki.

Æxlið er 90 kíló að þyngd og rúmur metri að breidd.mynd/AFP
Æxlið er nú 90 kíló að þyngd og rúmur metri að breidd.

Fjölskylda Hais er afar fátæk og því hefur þeim ekki tekist að fjármagna áframhaldandi meðferð hans. Það var því mikill léttir þegar í ljós kom að bandaríski skurðlæknirinn McKay McKinnon myndi framkvæma aðgerðina að kostnaðarlausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×