Erlent

Hitler var bjargað frá drukknun árið 1894

Ekki er vitað til þess að Hitler hafi talað um atvikið.
Ekki er vitað til þess að Hitler hafi talað um atvikið. mynd/AFP
Sagnfræðingar í Þýskalandi telja að frásögn í gömlu fréttablaði þar í landi varpi nýju ljósi á skelfilegt slys sem Adolf Hitler lenti í á barnsaldri. Í blaðagreininni segir frá ungum pilti sem féll í gegnum ís í nágrenni við borgina Passau árið 1894.

Í greininni kemur fram að hugrakkur félagi piltsins hafi dregið hann upp úr stöðuvatninu. Talið er að piltarnir hafi verið í eltingarleik á ísnum þegar slysið átti sér stað.

Hitler er ekki nefndur á nafn í blaðagreininni en frásögnin er sögð staðfesta sögu prests í Passau sem segir forvera sinn sinn hafa bjargað nasistaleiðtoganum á barnsaldri.

Hitler, sem oft talaði um æsku sína í Passau, minntist aldrei á atvikið. Hitler var 4 ára þegar atvikið átti sér stað en hann bjó í Passau ásamt foreldrum sínum á árunum 1892 til 1894.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×