Erlent

Versta flugslys Nýja-Sjálands í 30 ár

Vinir og ættingjar syrgja þá sem hröpuðu í loftbelgnum í dag.
Vinir og ættingjar syrgja þá sem hröpuðu í loftbelgnum í dag. Mynd/AFP
Loftbelgur hrapaði í dag á Nýja-Sjálandi og olli dauða 11 manna í versta flugslysi landsins í þrjátíu ár.

Svo virðist sem kviknað hafi í loftbelgnum áður en hann hrapaði niður nærri Carterton, í um 80 km fjarlægð frá höfuðborginni. Flugmaðurinn og 10 farþegar létust allir.

Slysið varð í logni og björtu og fallegu veðri á svæði sem þekkt er fyrir útsýnisferðir í loftbelgum. Flugmaðurinn var þekktur sem einn besti flugmaður svæðisins. Þetta er því mikið áfall fyrir starfsgreinina.

„Ég trúði ekki mínum eigin augum," sagði íbúi á svæðinu sem var í göngutúr með hundinn sinn þegar hann sá loftbelginn hrapa. „Ég sá eldinn læsa sig um belginn og svo hrapaði hann. Þetta var stór logi, eins og blýantur í laginu, eflaust 20 metra langur, sem hrapaði til jarðar á rosalegum hraða."

Slysið er það versta í landinu síðan útsýnisflugvél flaug inn í fjall árið 1979 með þeim afleiðingum að 257 farþegar létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×