Erlent

Segja bandaríska hermenn hafa pyntað fanga

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AFP
Afganskir rannsóknaraðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu að bandarískir hermenn hafi pyntað fanga í einu stærsta fangelsi landsins.

Talsmaður rannsóknarnefndarinnar segir að mönnum hafi verið haldið án sönnunargagna, þeir barðir, látnir undirgangast niðurlægjandi líkamsleitir og látnir hýrast í fangaklefum í miklum kulda.

Talsmenn bandaríkjahers segjast taka þessar ásakanir alvarlega og ætla að rannsaka þær.

Fangelsið sem um ræðir er skammt frá aðaflugvellinum við Kabúl en Bandaríkjamenn höfðu áður lofað því að láta stjórn þess í hendur heimamanna í byrjun þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×