Erlent

Hugrakkur ræningi braust inn á hótelherbergi Mike Tysons

Mike Tyson
Mike Tyson mynd/AFP
Maður sem braust inn á hótelherbergi í Las Vegas hefur verið nefndur hugrakkasti innbrotsþjófur seinni tíma. Hann læddist um hótelherbergið á meðan hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson svaf í einu herbergjanna.

Tyson vaknaði við þrusk og tók eftir glampa frá vasaljósi ræningjans. Þjófurinn var á bak og brott þegar Tyson steig út úr svefnherberginu og komst hjá þannig hjá því að kynnast hægri krók fyrrverandi heimsmeistarans.

Atvikið átti sér stað á Cosmopolitan hótelinu í Las Vegas.

Tyson, sem ræktar dúfur í frítíma sínum, er einn frægast hnefaleikamaður allra tíma. Árið 1986 varð hann yngsti heimsmeistari allra tíma þegar hann rotaði Trevor Berbick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×