Erlent

Um 4.000 manns fluttir frá heimilum sínum vegna flóða

Um 4.000 manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum í héraði sem borgin Rio de Janeiro tilheyrir eftir að stífla brast í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu.

Flóðið sem fylgdi í kjölfarið rauf um 20 metra skarð í þjóðveginn við Campos sem er í tæplega 300 kílómetra fjarlægð austur af Rio de Janeiro.

Úrkoman olli áður miklum usla í héraðinu Minas Gerais þar sem átta manns fórust í flóðum og 10.000 manns hafa misst heimili sín. Þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í yfir 70 bæjarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×