Erlent

Saurgaði heimsfrægt málverk í ölæði

Carmen Tisch.
Carmen Tisch. mynd/AP
Málverkið 1957-J no.2 eftir Clyfford Still.mynd/AP
Kona í Denver í Bandaríkjunum hefur verið kærð fyrir að hafa skemmt heimsfrægt málverk á listasafni í borginni.

Hin 36 ára gamla Carmen Tisch er sökuð um að hafa saurgað málverkið 1957-J no.2 eftir listamanninn Clyfford Still. Atvikið átti sér stað í desember á síðasta ári.

Talið er að Tisch hafi verið ölvuð þegar hún beraði sig í safninu og nuddaði rasskinnum sínum við málverkið. Hún hafði síðan hægðir í safninu. Lögreglan í Denver rannsakar hvort að þvag hafi farið á málverkið.

Talsmaður safnsins sagði að það myndi kosta um 10.000 dollara að gera við málverkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×