Erlent

Hryðjuverkamenn myrtu sex manns í kirkju í Nígeríu

Hryðjuverkamenn réðust inn í kirkju héraðinu Gombe í norðaustur Nígeríu í gærkvöldi og myrtu 6 manns sem þar voru inni en tugur manna liggur særður eftir árásina.

Sóknarpresturinn segir að messa hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð. Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, hefur lýst yfir neyðarástandi í Gombe og nærliggjandi héruðum og segist ætla að ganga á milli bols og höfuðs á íslömsku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram, sem hafa herjað á kristna menn í landinu undanfarna mánuði.

Meðlimir Boko Haram réðust á nokkrar kirkjur á jóladag og féllu yfir 40 manns í þeim árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×