Erlent

Bjórvömb er vandamál breskra karlmanna

Fjórir af hverjum fimm karlmönnum á Bretlandseyjum viðurkenna að þeir séu óánægðir með líkama sinn.

Þetta er niðurstaða könnunnar á vegum West Englend háskólans sem náði til tæplega 400 breskra karlmanna á fertugsaldri. Stærsta vandamálið að mati þessara manna þegar kom að líkama þeirra var bjórvömb og skortur á vöðvum.

Rúmlega þriðjungur þessara karlmanna segir að þeir myndu gefa ár af lífi sínu til þess eins að fá þann líkamsvöxt sem þeir dreyma um.

Einnig kom fram að um 80% hópsins ræða við aðra karlmenn um líkamsvöxt sinn en það er svipað hlutfall og gengur og gerist meðal kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×