Erlent

Sunnudagsþættir Chavez hefjast á ný

Hugo Chavez, forseti Venesúela, byrjaði í dag sína vikulegu sjónvarpsþætti eftir um 7 mánaða hlé. Eftir hann greindist með krabbamein á síðasta ári voru sunnudagsþættir hans lagðir niður tímabundið.

Þáttinn í dag byrjaði Chavez með venjubundnum hætti, sendi pólitískum andstæðingum sínum tóninn meðan hann skoðaði olíuverksmiðju í austur Venesúela.

Hinn 57 ára gamli forseti gekkst undir skurðaðgerð í júní á síðasta ári. Þá hefur hann einnig gengist undir fjórar umferðir af lyfjameðferð. Nú hefur hann ítrekað lýst því yfir að hann sé laus við meinsemdina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×