Erlent

Flutningaskipið Rena brotnað í tvennt

Flutningaskipið Rena eftir það brotnaði í nótt. Sjórinn kringum skipið er gruggugur eftir að nokkur tonn af mjólkurdufti helltust í sjóinn.
Flutningaskipið Rena eftir það brotnaði í nótt. Sjórinn kringum skipið er gruggugur eftir að nokkur tonn af mjólkurdufti helltust í sjóinn. Mynd/AFP
Óttast er að olía geti ógnað lífríki við Nýja-Sjáland eftir að flutningaskip, sem strandaði þar fyrir þremur mánuðum, brotnaði í tvennt og olía losnaði úr skipinu.

Skipið brotnaði síðastliðna nótt í vonskuveðri þegar 6 metra öldur skullu á því.

Strand flutningaskipsins Rena er eitt stærsta og alvarlegasta umhverfisslys sem orðið hefur á Nýja-Sjálandi. Strax eftir slysið fyllti olía strendur landsins.

Hundruðir tonna af olíu hafa lekið úr skipinu síðan það strandaði fyrir þremur mánuðum. Björgunarsveitir hafa hins vegar takmarkað tjónið nokkuð.

Lífríki á svæðinu er mjög viðkvæmt en þar má meðal annars finna hvali, höfrunga, mörgæsir, seli og fjölda sjaldgjæfra fuglategunda.

Upphaflega voru um ellefu hundruð tonn af olíu í skipinu en aðeins voru tæp fjögur hundruð eftir þegar skipið brotnaði í tvennt. Þá losnuðu töluvert af gámum úr skipinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×