Erlent

Heimildarmynd um leiðtogann sýnd í NK

Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu. Mynd/AP
Heimildarmynd um Kim Jong-un, nýjan leiðtoga Norður Kóreu (NK), var sýnd í landinu í dag. Tilefnið var afmæli hins nýja leiðtoga.

Í myndinni er Kim Jong-un í hlutverki hins mikla herleiðtoga, keyrir um á skriðdreka, heilsar hersveitum og stýrir æfingum.

Hin geysiöfluga áróðursmaskína landsins virðist því þegar byrjuð að hefja ímynd hins nýja leiðtoga til skýjanna, en samfélagið byggir á mikilli leiðtogadýrkun. Eftir að Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, féll frá myndaðist ákveðið tómarúm í hugum almennings. Fjölmiðlar sem handgengnir eru stjórnvöldum landsins reyna nú augljóslega að breiða úr leiðtoganum unga í það tómarúm.

Heimildarmyndin þykir staðfesta að undirbúningur Kim Jong-un fyrir hið nýja hlutverk hafi þegar verið hafinn árið 2009, en þar sést hann í fylgd föður síns fylgjast með eldflaugaskoti.

Ekki er vitað hve gamall Kim Jong-un er nákvæmlega, en menn telja að hann sé á þrítugsaldrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×