Erlent

Vangaveltur um öryggi risaflugvéla

Airbus A380 er tilkomumikil á velli.
Airbus A380 er tilkomumikil á velli. Mynd/AFP
Austurískir verkfræðingar efast um öryggi stærstu flugvéla heims, Airbus A380. Þeir hafa lagt til að þessir risar háloftanna verði teknir úr umferð meðan fram fer rannsókn á sprungum sem hafa myndast á vængjum nokkurra vélanna.

Framleiðandi vélanna heldur því fram að sprungurnar hafi ekki í för með sér neina hættu. Í yfirlýsingu sem gefin var út vegna málsins segir „Það er rétt að fundist hafa litlar sprungur á klæðningu um burðarvirkið í vængnum. Við höfum fundið orsök þessa." Fram kemur að þeir muni laga gallann í vélunum. Loks er tekið fram að öryggi vélanna er ekkert skert vegna sprungnanna.

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið.

Airbus A380 flugvélarnar voru teknar í notkun árið 2007. Þær voru upphaflega hugsaðar sem valkostur við flugvélar Boeing sem höfðu verið allsráðandi á þeim markaði fram að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×