Erlent

Sérsveitarmaður sýndi stelpu byssu á bar og skaut sig óvart í hausinn

Geno Clayton er nú í öndurnarvél en mildi þykir að hann hafi ekki látist eftir atvikið.
Geno Clayton er nú í öndurnarvél en mildi þykir að hann hafi ekki látist eftir atvikið.
Bandarískur sérsveitarmaður ætlaði að heilla stelpu sem hann hitti á bar en fyrstu kynni þeirra enduðu á fremur misheppnaðan hátt. Hann skaut sig í hausinn.

Hinn tuttugu og tveggja ára Geno Clayton hitti stelpu á bar fyrir nokkrum dögum. Hann tók upp 9mm skammbyssu en stúlkunni mun hafa brugðið mjög þegar hann sýndi henni skotvopnið. Hann sannfærði hana um að byssan væri ekki hlaðin og því væri engin hætta á ferðum. Til að sanna mál sitt beindi hann byssunni að höfði sínu og tók í gikkinn.

Því miður fyrir hann reyndist hann hafa rangt fyrir sér og skaut sig í hausinn, þar sem byssan var hlaðin.

Atvikið átti sér stað á strandarbar í San Diego í Bandaríkjunum. Clayton var fluttur í flýti á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er nú í öndunarvél og er ástand hans stöðugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×