Erlent

10 fallnir eftir sprengingu í Sýrlandi

Frá vettvangi í Damaskus.
Frá vettvangi í Damaskus. mybnd/AP
Að minnsta kosti tíu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fréttamiðlum þar í landi eru 46 slasaðir eftir sprenginguna. Meirihluti þeirra sem létust voru óbreyttir borgarar.

Fréttastofan Reuters greinir frá því að árásarmaðurinn hafi sprengt sig í loft upp á fjölförnum gatnamótum í Midan hverfinu.

Yfirvöld í Sýrlandi segja að hryðjuverkamenn hafi verið að verki en svipuð sprenging átti sér stað fyrir tveimur vikum. Andspyrnuhópar í Sýrlandi sökuðu stjórnvöld um að hafa sviðsett hryðjuverkaárásina í þeim tilgangi að hafa áhrif á eftirlitsmenn Arababandalagsins sem fylgjast nú með þróun mála í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×