Erlent

Nakinn karlmaður í barnafataauglýsingu

Auglýsingin birtist á vefsíðu vefverslunarinnar Le Redoute.
Auglýsingin birtist á vefsíðu vefverslunarinnar Le Redoute. mynd/Le Redoute
Franski tískuvöru smásalinn La Redoute hefur beðið afsökunar á auglýsingu sinni fyrir strandfatnað barna. Nakinn karlmaður stóð í bakgrunni myndarinnar.

Afsökunarbeiðnin birtist á samskiptasíðunni Twitter. Þar kom fram að um mistök hafi verið að ræða og að myndin yrði fjarlægð af internetinu. La Redoute hefur hafið rannsókn á málinu.

Ekki hefur tekist að bera kennsl á striplinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×