Erlent

Yfirheyrður vegna dauðsfalla á spítala

Dauðsföllin urðu á Stepping Hill spítalanum í Manchester.
Dauðsföllin urðu á Stepping Hill spítalanum í Manchester. Mynd/AFP
Hjúkrunarfræðingur í Bretlandi er grunaður um að hafa myrt þrjá og skaðað átján sjúklinga þar sem hann gaf sjúklingum eitraða saltlausn.

Verið er að yfirheyra hjúkrunarfræðinginn sem heitir Victorino Chua og er fjörutíu og sex ára gamall. Hann var handtekinn á fimmtudag eftir að farið var að rannsaka fjórða dauðsfallið á Stepping Hill spítalanum í Manchester.

Talið er að Victorino hafi falsað sjúkraskrár og gefið sjúklingum eitraða saltlausn sem olli því að blóðsykur sjúklinganna féll. Hann er grunaður um að hafa myrt þrjá sjúklinga á spítalanum með þessum hætti og valdið átján til viðbótar þungbæru líkamstjóni.

Lögregla í Bretlandi hefur sólarhring til að yfirheyra Victorino en dauðsföll þessara sjúklinga hafa verið í rannsókn frá því síðasta sumar og yfir 650 manns verið yfirheyrðir vegna málsins að sögn Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×