Erlent

Látin kona á landareign drottningar

Mynd/AFP
Lögreglan í Englandi óskaði á föstudag eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á konu sem fannst látin á landareign drottningarinnar við Sandringham setrið í Norfolk á sunnudaginn síðasta.

Í upphafi var ekkert vitað um konunna eða á stæður þess að hún fannst þarna látin, en á föstudag sagðist lögreglan nú telja að það afar ólíklegt að konan hafi látist af eðlilegum orsökum.

Krufning hefur leitt í ljós að konan hafi legið látinn á landareignnninni í einn til fjóra mánuði.

Elísabet drottning eyðir jafnan jólunum á Sandringham landareignninni, en hún fjölskylda hennar koma þangað ekki fyrr en um miðjan desember og fara í lok nóvember. Þau er ekki grunuð um aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×