Erlent

Santorum talar gegn hjónabandi samkynhneigðra

Rick Santorum
Rick Santorum Mynd/AFP
Rick Santorum, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna, hefur nú í annað skiptið á tveimur dögum ráðist til atlögu gegn hugmyndinni um hjónaband samkynhneigðra.

Þegar hann talaði við nemendur heimavistarskóla í New Hampshire í gær sagði hann að það væri skárra að eiga föður í fangelsi en tvo foreldra af sama kyni. Hann fullyrti jafnframt að hjónaband væri ekki réttur heldur forréttindi, en þrír nemendur sem eiga samkynhneigða foreldra sátu undir ræðu Santorums.

Baulað var á hann í háskóla þar sem hann viðraði svipuð viðhorf á fimmtudag. Hann hefur áður tekið sterkt til orða um samkynhneigða og líkti þeim meðal annars við barna- og dýraníðinga í viðtali árið 2003, að því er vefútgáfa bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×