Erlent

Kenna al-Qaida um sjálfsmorðssprengingu

Svona var aðkoman eftir sprenginguna.
Svona var aðkoman eftir sprenginguna. Mynd/AFP
Yfirvöld á Sýrlandi segja al Qaida standa fyrir sjálfsmorðssprengingu í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær. Að sögn létust 11 manns í sprengingunni, 63 særðust. Auk þess hafa 15 afskornir líkamshlutar hafa fundist á svæðinu án þess að eigandi þeirra sé þekktur. Fórnarlömbin voru að mestu leyti óbreyttir borgarar.

Árásarmaðurinn sprengdi sprengjubelti sem hann hafði um sig miðjan þar sem hann stóð milli þriggja rútubifreiða. Tveir fætur, hluti af höfði og sundurtætt innyfli var það eina sem eftir var að tilræðismanninum. Þessar leifar voru látnar liggja á götunni fram eftir degi áður en þær voru þrifnar upp og sendar í erfðafræðirannsókn.

Myndin er gripin úr myndbandi sem ríkisfjölmiðill í Sýrlandi sendi út eftir sprenginguna og sýnir fólk hlúa að fórnarlambi sprengingarinnar.Mynd/AFP
Sprengingin varð rétt áður en vikuleg mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad, forseta landsins áttu að hefjast. Hún vakti mikla reiði ráðamanna og háværar stuðningsyfirlýsingar þeirra við forsetann. En þó hún hafi dregið fókusinn frá mótmælum mörgþúsund manna gegn stjórn hans kom hún ekki í veg fyrir þau. Slík mótmæli hafa verið fastur liður í landinu síðustu mánuði og ná iðulega hápunkti sínum á föstudögum.

Atburðir síðustu mánaða hafa verið blóðugasti þáttur hins arabíska vors, en þar er talið að um 5.000 manns hafi látist síðan mótmælin í landinu hófust fyrir tíu mánuðum.

Hér má sjá myndband þar sem vefmiðillinn Guardian fjallar um sprenginguna.


Tengdar fréttir

10 fallnir eftir sprengingu í Sýrlandi

Að minnsta kosti tíu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fréttamiðlum þar í landi eru 46 slasaðir eftir sprenginguna. Meirihluti þeirra sem létust voru óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×