Erlent

Giftingarhringur fannst í maga hunds

Mynd/Anton
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að sögur af elskendum sem finna týnda giftingarhringi á ótrúlegustu stöðu rati í fréttir. Skemmst er þess að minnast þegar vísir greindi frá pari sem fann giftingarhring á gulrót eftir 16 ára leit.

Nú hefur par í Albuquerque í Bandaríkjunum fundið giftingarhring í maganum á heimilishundinum.

Það var ekki fyrr en hjónin höfðu leitað alls staðar á heimilinu að þeim datt í hug að fara með hundinn í röntgen-skoðun. Og viti menn, þar var hringurinn fastur, djúpt í maga hundsins og ekki á leiðinni út. Þau náðu honum með hjálp skurðlæknis, en hringurinn kostaði 4.500 dollara, sem nemur um 560 þúsundum króna.

Hundurinn sem um ræðir er af Basett kyni, en þeir eru gefnir fyrir að éta steina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×