Erlent

Kona "rassaði“ málverk

Myndir eftir Clyfford Still. Þetta eru ekki myndirnar sem Tisch eyðilagði með rassinum á sér.
Myndir eftir Clyfford Still. Þetta eru ekki myndirnar sem Tisch eyðilagði með rassinum á sér. Mynd/AFP
Bandarísk kona hefur verið kærð fyrir að nudda berum rassinum sínum við rándýrt málverk. Þetta er talin glæpsamleg hegðun.

Carmen Tisch var handtekin í desember fyrir að nudda berum rassinum á sér við listaverk sem metið var á milli 30 og 40 milljónir dollara á Clyfford Still í Denver safninu. Talið er hún hafi valdið skaða sem nemur 10 þúsund dollurum. Málverkið sem um ræðir er eftir Clyfford Still, málara sem var uppi fyrr á 20. öldinni.

Konan er talin hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hún framdi verknaðinn. Lögregla hefur einnig til skoðunar hvort þvag hafi komist á málverkið þegar Tisch létti á sér á safninu. Talsmaður lögreglu segir ólíklegt að piss hafi farið á málverkið og valdið skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×