Erlent

Giftingarhringur fannst í maga hunds

Basset hundarnir er vinsælir veiðihundar en þeir gæða sér oft á grjóti.
Basset hundarnir er vinsælir veiðihundar en þeir gæða sér oft á grjóti. mynd/wikipedia
Hjón í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum hafa loks haft upp á giftingarhring sem hvarf fyrir stuttu. Hringurinn fannst í maga 10 mánaða gamals bassetshund.

Hringurinn kostaði 4.500 dollara.

Rachelle Atkinsons sagði að hún og eiginmaður hennar hafi leitað hátt og lágt að hringnum. Þau áttuðu sig þó fljótt á að hundurinn var hinn grunaði í málinu.

Hundurinn gekkst undir ómskoðun og fannst hringurinn í maga hans. Dýralæknirinn sagði að bassethundar éti oft grjót til hjálpa við meltingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×