Fleiri fréttir

Heimsækir flóðasvæðin í Pakistan

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Pakistan um helgina en hrikaleg flóð hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu að undanförnu. Raza Gilani, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi í tilefni þjóðhátíðardags Pakistans fyrr í dag að 20 milljónir manna hafi misst heimili sín í flóðunum en áður höfðu Sameinuðu þjóðirnar sagt að 14 milljónir íbúa landsins væru heimilislausir.

Milljónir hafa misst heimili sín

Forsætisráðherra Pakistans segir að um 20 milljón manna hafi misst heimili sín í flóðunum. Búist er við að flóðin muni færast í aukana í suðurhluta landsins nú um helgina. Mjög er óttast að farsóttir breiðist út með menguðu vatni, þar sem fólk hefur leitað sér skjóls í tjaldbúðum. Búið er að staðfesta að minnsta kosti eitt kólerutilfelli.

Meira rignir ofan í flóðin

Ár flæddu enn yfir bakka sína og nýjar aurskriður ollu tjóni á hamfarasvæðunum í Kína, þar sem enn meiri rigningu er spáð næstu daga. Ástandið er verst í Gansu-héraði í norðvestanverðu Kína, þar sem á annað þúsund manns hafa farist og tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín.

Eldsneytið sent í næstu viku

Rússar ætla í næstu viku að útvega eldsneyti í fyrsta kjarnorkuver Írans þrátt fyrir harða andstöðu Bandaríkjamanna, sem vilja koma í veg fyrir að Íranar geti framleitt kjarnorku nema þeir hafi fyrst fært sönnur á að þeir ætli ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Íbúarnir allir sendir úr landi

Meira en 40 búðir sígauna hafa verið rýmdar í Frakklandi á síðustu tveimur vikum. Um 700 íbúar þeirra verða sendir úr landi til Búlgaríu eða Rúmeníu með flugi.

Dómari leyfir hjónaböndin

Vaughn R. Walker, yfirhéraðsdómari í Kaliforníu, sá hinn sami og fyrir skemmstu kvað upp þann dóm að bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá ríkisins, hafnaði í gær beiðni um að gildistöku dómsins verði frestað þangað til áfrýjunardómstóll ríkisins hefur tekið á málinu.

Neituðu sér um úrvalsviský

Þegar Ernest Shackleton fór í könnunarleiðangur á Suðurheimsskautið árið 1907 hafði hann meðferðis 11 flöskur af skosku viský. Hann náði hins vegar aldrei að smakka á guðaveigunum. Viskýflöskurnar, sem eru merktar McKinley & Co, fundust í kössum í ísnum á Suðurheimsskautinu þegar fornleifafræðingar frá Nýja-Sjálandi rannsökuðu vegsummerki eftir Shackleton og félaga fyrir fjórum árum síðan.

Blaðamenn fordæma WikiLeaks

Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa skrifað WikiLeaks opið bréf þar sem þau gagnrýna harðlega birtingu á 70 þúsund leyniskjölum bandaríska hersins um stríðið í Afganistan.

Bandarískur fangi fékk milljarð í skaðabætur

Rúmlega 61 árs gamall Bandaríkjamaður sem setið hefur 24 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki hefur fengið 8 milljón dollara eða rétt tæpann milljarð króna í skaðabætur.

Miklir skógareldar geysa í Portúgal

Um eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við 30 skógareldar sem geysa í nágrenni bæjarins Sao Pedro í norðurhluta Portúgal. Innanríkisráðherra landsins líkir stöðunni á svæðinu við stríðsástand.

Veiðiferð endaði hörmulega

Fyrrum öldungadeildarþingmaður á bandaríska þinginu, repúblikaninn Ted Stevens, var á meðal þeirra sem létust í flugslysi í Alaska á mánudag.

Leita að elstu öldungunum

Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikning í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir.

Hún SKAL grýtt í hel

Sakine Ashtiani er 43 ára gömul ekkja og tveggja barna móðir. Hún var árið 2006 dæmd til að vera húðstrýkt fyrir að hafa stundað kynlíf utan hjónabands með tveim karlmönnum.

Neyða börn til herþjónustu

Úgönsku skæruliðasamtökin, Frelsisher drottins, eru sögð hafi rænt börnum og fullorðnum til að afla sér nýrra liðsmanna. Markmiðið er að ráða yfir afskekktum svæðum í Mið-Afríku.

Ein fyrir útrásarvíkinga

Þakíbúð í Lundúnum hefur verið seld fyrir metfé. Hún er ein af fjórum þakíbúðum sem eru í fjórum samliggjandi turnum sem verið er að reisa við heimilisfangið One Hyde Park.

Fjórar systur fjórir dagar fjögur börn

Fjórar systur í Chicago eignuðust um síðustu helgi fjögur börn á fjórum dögum. Þrjár eignuðust börnin í Chicago og sú fjórða í Kaliforníu.

Víggirðing um Jyllandsposten

Danska blaðið Jyllandsposten hefur reist kílómetralanga öryggisgirðingu um höfuðstöðvar sínar í Árósum.

Leit hætt að Norðmönnum á Grænlandi

Leit hefur verið hætt að Norðmönnunum tveimur sem enn eru ófundnir á Grænlandi. Líkið af félaga þeirra fannst í á í Paradísardalnum þar sem þeir höfðu ætlað að vera við laxveiðar.

Nægir ekki afsökunarbeiðni

Fyrrum kynlífsþrælar voru á meðal mótmælenda við japanska sendiráðið í Seúl í Suður-Kóreu í fyrradag. Tilefnið var afsökunarbeiðni japanska forsætisráðherrans, Naoto Kan, vegna hernáms Japana á Suður-Kóreu sem hófst 29. ágúst fyrir 100 árum.

Óttast geislavirkni af völdum eldanna

Starfsmenn almannavarna í Rússlandi standa nú vakt í Brjansk-héraði, suður undir Úkraínu, þar sem eldar hafa kviknað á að minnsta kosti sex stöðum nú í vikunni.

Forseti Rúanda endurkjörinn

Paul Kagame, forseti Rúanda, var endurkjörinn með 93 prósentum atkvæða í nýafstöðnum kosningum. Kjörstjórn segir að 97 prósent hafa tekið þátt í kosningunum sem er nær óþekkt þátttaka. Undir stjórn Kagame hefur hagvöxtur verið mikill en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að sauma að stjórnarandstöðuhópum.

Skipuleggjandi ódæðis á Balí

Abu Bakar Bashir, róttækur íslamskur klerkur í Indónesíu, hefur verið ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka.

Sameiginleg viðbrögð við flugránum

Bandaríkjamenn og Rússar hafa gert með sér samning um viðbrögð við flugránum. Þjóðirnar heita hvorri annarri allri þeirri aðstoð sem þær geti veitt.

Slys sem beðið var eftir

Jarðfræðingar og aðrir sérfræðingar í Kína höfðu margsinnis varað við aurskriðum eins og þeirri sem varð yfir eittþúsund manns bana að í Gansu héraði á laugardag.

Kajakræðararnir heilir á húfi

Kajakræðararnir sem saknað var á Scoresbysundi við austurströnd Grænlands eru fundir heilir á húfi. Berlingske Tidende hefur eftir grænlensku lögreglunni að sést hafi til hópsins úr björgunarþyrlu í dag.

Ísraelskir hermenn vanmátu mótspyrnu

Æðsti yfirmaður ísraelska hersins segir að hermenn hafi vanmetið þá mótspyrnu sem gæti mætt þeim þegar þeir réðust um borð í tyrkneskt skip sem var að flytja hjálpargögn til Gaza strandarinnar.

11 ára greiðir milljónir í miskabætur

Ellefu ára gamall danskur strákur hefur verið dæmdur til þess að greiða sundkennara sínum rífar sex milljónir króna fyrir að hrinda honum út í laugina.

Norskir fjölskyldumeðlimir komnir til Grænlands til leitar

Fjórtán fjölskyldumeðlimir Norðmannanna þriggja sem saknað er við Syðri Straumsfjörð á Grænlandi eru nú komnir til Nuuk og ætla að taka þátt í leitinni að þeim tveimur Norðmönnum sem enn er saknað í svokölluðum Paradísardal.

Norska sendiráðinu í Moskvu lokað

Norska sendiráðinu í Moskvu hefur verið lokað og hafa 55 af 60 starfsmönnum þess verið fluttir heim til Noregs eða til annarra staða í Rússlandi.

Greina Alzheimer með mænustungu

Vísindamenn í Belgíu hafa birt niðurstöður rannsókna, þar sem leitað var í mænuvökva fólks eftir ákveðnum prótínum sem grunuð eru um að eiga þátt í Alzheimersjúkdómnum.

Tæplega 130 milljónir bóka til í heiminum

Google fyrirtækið hefur unnið að því í sex ár að gera eins margar bækur aðgengilegar á veraldarvefnum og unnt er. Verkefnið hefur reynst frekar erfitt vegna umfangs þess. Bækur leynast víð, á bókasöfnum í fórum hins opinberra, á bókasöfnum og víðar.

Sjá næstu 50 fréttir