Erlent

Dómari leyfir hjónaböndin

Ekki voru allir ánægðir með úrskurð dómarans.
nordicphotos/AFP
Ekki voru allir ánægðir með úrskurð dómarans. nordicphotos/AFP
Vaughn R. Walker, yfirhéraðsdómari í Kaliforníu, sá hinn sami og fyrir skemmstu kvað upp þann dóm að bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá ríkisins, hafnaði í gær beiðni um að gildistöku dómsins verði frestað þangað til áfrýjunardómstóll ríkisins hefur tekið á málinu.

Hann sagðist meðal annars ekki sjá að andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra hefðu nokkurn rétt til að krefjast þess að gildistökunni verði frestað.

Hafi áfrýjunardómstóllinn ekkert við það að athuga geta því samkynhneigðir á ný gengið í hjónaband í Kaliforníu frá og með næsta miðvikudegi.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×