Erlent

Neituðu sér um úrvalsviský

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fara með það á safn - glætan!!!
Fara með það á safn - glætan!!!
Þegar Ernest Shackleton fór í könnunarleiðangur á Suðurheimsskautið árið 1907 hafði hann meðferðis 11 flöskur af skosku viský. Hann náði hins vegar aldrei að smakka á guðaveigunum. Viskýflöskurnar, sem eru merktar McKinley & Co, fundust í kössum í ísnum á Suðurheimsskautinu þegar fornleifafræðingar frá Nýja-Sjálandi rannsökuðu vegsummerki eftir Shackleton og félaga fyrir fjórum árum síðan.

En þótt flestir hefðu ef til vill ákveðið að fá sér neðan í því með svo gott viský í höndunum, ákváðu fornleifafræðingarnir að færa viskýflöskurnar á safn sem starfrækt er þar sem Ernest Shackleton hélt til þegar hann var á Suðurheimsskautinu.

Og fornleifafræðingarnir eru ekkert að svekkja sig yfir því þótt þeir fái ekki að bragða á viskýinu. „Það kemur ekki að sök og ég vil helst ekki tala um það. En ef ég hefði möguleika á því, þá yrði náttúrulega yndislegt að fá að smakka það," segir fornleifafræðingurinn Michael Mine.

Það var Jyllands Posten sem sagði frá








Fleiri fréttir

Sjá meira


×