Erlent

Kokkur Osama bin Laden dæmdur í 14 ára fangelsi

Ibrahim al-Qosi fyrrum kokkur og bílstjóri Osama bin Landen hefur verið dæmdur til 14 ára fangelsisvistar af dómstól í Guantanamo Bay.

al-Qosi sem kemur frá Súdan játaði á sig samsæri og hryðjuverk í réttarhöldunum.

Samkvæmt frétt um málið á BBC mun al-Qosi ekki afplána allan dóminn vegna samkomulags sem hann gerði við ákæruvaldið en því samkomulagi verður haldið leyndu næstu vikurnar.

al-Qosi, sem er fimmtugur, komst í hendur bandaríska hersins þegar hann flúði frá Tora Bora fjöllunum í Afganistan árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×