Erlent

Fjórar systur fjórir dagar fjögur börn

Óli Tynes skrifar
Hvar eru allir hinir?
Hvar eru allir hinir?

Fjórar systur í Chicago eignuðust um síðustu helgi fjögur börn á fjórum dögum. Þrjár eignuðust börnin í Chicago og sú fjórða í Kaliforníu. Mæðrum og börnum heilsast vel.

Systurnar eru á aldrinum 24 til 32 ára. Þær segja að þær hafi alls ekki lagt á ráðin um að eignast börn á sama tíma, þetta hafi bara gerst.

Ruben Sepulveda, einn af feðrunum segir að allir séu himinlifandi. Og það sé alveg ljóst að fjölskylduafmælin verði fjörug í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×