Erlent

Forseti Rúanda endurkjörinn

Paul Kagame
Paul Kagame
Paul Kagame, forseti Rúanda, var endurkjörinn með 93 prósentum atkvæða í nýafstöðnum kosningum. Kjörstjórn segir að 97 prósent hafa tekið þátt í kosningunum sem er nær óþekkt þátttaka. Undir stjórn Kagame hefur hagvöxtur verið mikill en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að sauma að stjórnarandstöðuhópum.

Fréttamaður AP ræddi á mánudag við þrjá kjósendur sem sögðu að þeim og fleirum hefði verið skipað að kjósa snemma morguns áður en kjörstaðir opnuðu.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×