Erlent

Ísraelskir hermenn vanmátu mótspyrnu

Óli Tynes skrifar
Ísraelskur hermaður liggur særður á þilfari tyrkneska skipsins.
Ísraelskur hermaður liggur særður á þilfari tyrkneska skipsins. Mynd/Tyrkneskt dagblað

Æðsti yfirmaður ísraelska hersins segir að hermenn hafi vanmetið þá mótspyrnu sem gæti mætt þeim þegar þeir réðust um borð í tyrkneskt skip sem var að flytja hjálpargögn til Gaza strandarinnar.

Níu Tyrkir voru skotnir til bana í átökunum. Innbyrðis rannsókn stendur nú yfir á þessum atburði í Ísrael, en en Ísraelar segjast einnig munu aðstoða við alþjóðlega rannsókn.

Mörg skip voru í skipalestinni sem stefndi til Gaza en aðeins var veitt mótspyrna í tyrkneska skipinu.

Yfirmaður hersins segir að hermennirnir hefðu átt að kanna betur aðstæður um borð í tyrkneska skipinu sem var langstærst þeirra sem voru í lestinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×