Erlent

Leit hætt að Norðmönnum á Grænlandi

Óli Tynes skrifar
Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Leit hefur verið hætt að Norðmönnunum tveimur sem enn eru ófundnir á Grænlandi. Líkið af félaga þeirra fannst í á í Paradísardalnum þar sem þeir höfðu ætlað að vera við laxveiðar.

Einnig fundust bakpokar og leifarnar af heimatilbúnum fleka. Honum hafði verið tjaslað saman úr vindsængum og hríslum. Áin er mjög straumhörð.

Fjölskyldur mannanna eru nú á Grænlandi en halda að líkindum heim aftur á morgun.

Félagarnir þrír voru allir vanir útivistarmenn og vel búnir fyrir leiðangur sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×