Erlent

Ein fyrir útrásarvíkinga

Óli Tynes skrifar
Útsýnið er allt í lagi.
Útsýnið er allt í lagi.

Þakíbúð í Lundúnum hefur verið seld fyrir metfé. Hún er ein af fjórum þakíbúðum sem eru í fjórum samliggjandi turnum sem verið er að reisa við heimilisfangið One Hyde Park.

Ekki hefur verið skýrt frá því hver kaupandinn er en hann skellti sem svarar 26 milljörðum íslenskra króna á borðið fyrir íbúðina sína.

Ekki er talið ólíklegt að hann sé frá Miðausturlöndum.

Í frétt Daily Telegraph um kaupin er ekki sagt um fermetratölu íbúðarinnar. Miðað við að þar eru sex svefnherbergi er hún sjálfsagt þokkalega rúmgóð.

Eins og nafnið gefur til kynna eru turnarnir á einni fínustu lóð Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×