Erlent

Melodi er brjáluð í kjúklinganagga -myndband

Óli Tynes skrifar
Melodi missir sig.
Melodi missir sig.

Melodi Dushane tekur matinn sinn alvarlega. Melodi er 25 ára gömul og býr í borginni Toledo í Ohio. Melodi elskar kjúklinganagga.

Og þegar henni var sagt á skyndibitastað árla morguns að hún fengi ekki naggana sína af því það væri verið að framreiða morgunmat, þá missti hún sig gersamlega.

Á öryggismyndavél má sjá hana stíga út úr bílnum og kýla afgreiðslustúlkuna í lúgunni. Þær tókust á nokkra stund.

Svo fór Melodi inn í bílinn sinn og náði í eitthvað barefli. Með því braut hún glugga í skyndibitastaðnum og ók á brott.

Hún var handtekin skömmu síðar og verður sökuð um líkamsárás og skemmdarverk.

Athugið að myndbandið er hljóðlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×