Erlent

Tæplega 130 milljónir bóka til í heiminum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Google fyrirtækið hefur unnið að því í sex ár að gera eins margar bækur aðgengilegar á veraldarvefnum og unnt er. Verkefnið hefur reynst frekar erfitt vegna umfangs þess. Bækur leynast víða, á bókasöfnum í fórum hins opinberra, á bókasöfnum og á fleiri stöðum.

En viðskiptavefurinn Fast Company bendir á að einn stærsti vandinn við að reyna að koma öllum bókum í tölvutækt form sé að átta sig á fjölda þeirra bóka sem til eru í heiminum. Og þá er kominn skilgreiningarvandi. Hvernig skilgreinir maður einstaka bók? Og hversu ólíkar þurfa tvær útgáfur af sömu bókinni að vera til þess að geta talist tvær ólíkar bækur?

Google komst að þeirri niðurstöðu í dag að heildarfjöldi bóka í heiminum er 129,864,880. Og byrjið svo að telja....






Fleiri fréttir

Sjá meira


×