Erlent

Milljónir hafa misst heimili sín

Frá Pakistan.
Frá Pakistan. Mynd/AP
Forsætisráðherra Pakistans segir að um 20 milljón manna hafi misst heimili sín í flóðunum. Búist er við að flóðin muni færast í aukana í suðurhluta landsins nú um helgina. Mjög er óttast að farsóttir breiðist út með menguðu vatni, þar sem fólk hefur leitað sér skjóls í tjaldbúðum. Búið er að staðfesta að minnsta kosti eitt kólerutilfelli.

Þá flæða ár enn yfir bakka sína og nýjar aurskriður hafa valdið tjóni á hamfarasvæðunum í Kína, þar sem enn meiri rigningu er spáð næstu daga. Ástandið er verst í Gansu-héraði í norðvestanverðu Kína, þar sem á annað þúsund manns hafa farist og tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×