Erlent

Íbúarnir allir sendir úr landi

Hópur fólks af rómaþjóðinni ræðir við lögreglumann í Frakklandi. nordicphotos/AFP
Hópur fólks af rómaþjóðinni ræðir við lögreglumann í Frakklandi. nordicphotos/AFP
Meira en 40 búðir sígauna hafa verið rýmdar í Frakklandi á síðustu tveimur vikum. Um 700 íbúar þeirra verða sendir úr landi til Búlgaríu eða Rúmeníu með flugi.

Brice Hortefeux innanríkisráðherra staðfesti þetta í vikunni. Sígaunarnir, eða rómar eins og þeir kalla sig, hafa ekki dvalið löglega í landinu. Í síðasta mánuði lýsti Nicolas Sarkozy forseti því yfir að öllum ólöglegum búðum sígauna yrði lokað og sagði þær gróðrarstíu vændis, barnaníðinga og mansals. Vöktu þau orð hans hörð viðbrögð. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×