Erlent

Norskir fjölskyldumeðlimir komnir til Grænlands til leitar

Fjórtán fjölskyldumeðlimir Norðmannanna þriggja sem saknað er við Syðri Straumsfjörð á Grænlandi eru nú komnir til Nuuk og ætla að taka þátt í leitinni að þeim tveimur Norðmönnum sem enn er saknað í svokölluðum Paradísardal.

Fjölskyldumeðlimirnir eru á Grænlandi í óþökk lögreglunnar þar sem segir að hún vilji ekki að óreynt fólk sé að leita að Norðmönnunum á sínu umráðasvæði. Slíkt sé hættulegt og það yrði óbærilegur harmleikur ef eitthvað myndi koma fyrir fjölskyldumeðlimina.

Einn af fjölskylduhópnum segir hinsvegar að lögreglan ætti að vera ánægð með alla þá aðstoð sem hún geti fengið við leitina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×