Erlent

Venesúela og Kólombía taka aftur upp stjórnmálasamband

Forsetar Venesúela og Kólombíu, þeir Hugo Chavez og Juan Manuel Santor, hafa ákveðið að taka aftur upp stjórnmálasamband milli ríkjanna. Þetta var niðurstaða fundar þeirra í gærdag.

Chavez hafði áður slitið stjórnmálasambandinu vegna ásakan um að hann héldi hlífiskildi yfir meðlimum Farc skæruliðahreyfingarinnar.

Á blaðamannafundi lýstu báðir forsetarnir yfir ánægju sinni með fundinn og Chavez segir að tími sé kominn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×