Erlent

Læknar óttast að ný ofurbaktería valdi heimsfaraldri

Ný ofurbakería sem er ónæm fyrir sterkustu sýklalyfjum hefur fundist á breskum spítölum að undanförnu.Læknar óttast að bakterían geti orðið að heimsfaraldri.

Um 50 tilfelli eru nú skráð á Bretlandi þar sem fólk er sýkt af þessari bakteríu en flestir sýktra eru nýkomnir úr ferðalögum til Indlands og Pakistans.

Baktería þessi framleiðir svokallað NDM-1 ensím sem gerir hana ónæma fyrir sterkustu sýklaleyfjum. Sérfræðingar óttast að NDM-1 geti borist í aðrar bakteríur og gert þær einnig ónæmar fyrir sýklalyfjum. Fari svo gætu hættulegar sýkingar borist svo hratt milli manna að ómögulegt væri að stöðva þær.

Samkvæmt frétt um málið á BBC hafa samskonar sýkingar nú greinst í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Hollandi. Læknar segir að leiðin til að stoppa útbreiðslu bakteríunnar sé að greina sýkt fólk svo fljótt sem auðið er og koma því síðan í einangrun.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×