Erlent

Blóðsuguleðurblökur herja á frumbyggja í Perú

Heilbrigðisráðuneyti Perú hefur sent aðgerðahóp til afskekkst svæðis við Amazonfljótið til að berjast gegn útbreiðslu hundaæðis meðal íbúanna.

Það eru blóðsuguleðurblökur sem breiða hundaæðið út á þessum slóðum en fjögur börn hafa látist eftir að hafa verið bitin af leðurblökunum.

Búið er að gefa 500 manns mótefni gegn hundaæðinu en nokkuð er um að íbúarnir, sem flestir eru frumbyggjar, neiti að láta sprauta sig.

Sumir sérfræðingar segja að tengsl séu á milli þessara árása leðurblaknanna og skógareyðingar á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×