Erlent

Talið að Norðmennirnir á Grænlandi hafi drukknað

Óli Tynes skrifar
Leit verður haldið áfram á landi og úr lofti.
Leit verður haldið áfram á landi og úr lofti.

Talið er líklegt að Norðmennirnir þrír sem týndust á Grænlandi séu látnir. Búið er að finna lík eins þeirra við árbakka.

Leitarsveitir hafa einnig fundið tvo bakpoka og leifar af heimatilbúnum fleka sem talið er að mennirnir hafi smíðað til þess að komast yfir ána. Hann var gerður úr vindsæng og hríslum.

Áin er sögð mun straumharðari en hún lítur út fyrir að vera. Leitarsveitir munu í dag fara niður með ánni með hunda. Einnig verður leitað úr lofti.

Norðmennirnir voru allir ungir og vel á sig komnir. Þeir voru allir vanir útivistarmenn og voru vel búnir til ferðarinnar. Tilgangurinn með henni var að veiða lax á Grænlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×