Erlent

Yfir 1.300 manns hafa farist í flóðunum í Pakistan

Tala látinna í flóðunum í Pakistan er nú komin yfir 1.300 manns en um er að ræða verstu náttúruhamfarir í sögu landsins.

Talið er að um 15 milljónir manna hafi með einum eða öðrum hætti orðið fyrir barðinu á flóðnum. Búið er að bjarga yfir 350.000 manns á flóðasvæðunum. Eingartjónið af völdum flóðanna er gífurlegt en yfir 700.000 hús hafa eyðilagst eða skemmst.

Pakistanir horfa nú fram á mjög alvarlegan matvælaskort í landinu og hafa alþjóðlegar hjálparstofnanir sent út beiðnir um aðstoð til fjölda landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×