Erlent

Kajakræðararnir heilir á húfi

Kajakræðararnir sem saknað var á Scoresbysundi við austurströnd Grænlands eru fundir heilir á húfi. Berlingske Tidende hefur eftir grænlensku lögreglunni að sést hafi til hópsins úr björgunarþyrlu í dag.

Umfangsmikil leit hófst af 15 þýskum og breskum kajakræðurum eftir að mikið óveður gekk skyndilega yfir svæðið á mánudag. Leitað var úr lofti með þyrlum og þá var danskt strandgæsluskip á leið á vettvang.




Tengdar fréttir

Skæðir fallvindar vel þekktir á leitarsvæðinu

„Fallvindar sem þessir eru vel þekktir meðfram allri austurströnd Grænlands, aðallega að vetrinum en vægari gerðin þekkist einnig að sumarlagi," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. 14 kajakræðara er saknað við austurströnd Grænlands og nú siglir danska eftirlitsskipið Ejnar Mikkelsen hraðbyri í átt að Scoresbysundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×