Erlent

Skipuleggjandi ódæðis á Balí

Abu Bakar Bashir
Abu Bakar Bashir
Abu Bakar Bashir, róttækur íslamskur klerkur í Indónesíu, hefur verið ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka. Bashir er ákærður fyrir að hafa komið upp hryðjuverkasellu sem hafði að markmiði launmorð og árásir á erlenda ferðamenn í landinu. Verði Bashir fundinn sekur verður hann sennilega dæmdur til dauða.

Bashir hefur lengi verið talinn höfuðpaur hryðjuverkahóps í Indónesíu sem hefur tengsl við al-Kaída en hingað til hefur yfirvöldum ekki tekist að bendla hann við glæpi.

Hann er talinn bera ábyrgð á árás á ferðamenn á Balí árið 2002 sem varð 202 einstaklingum að bana.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×